Svefn er grunnur góðrar heilsu
„Við finnum það öll á eigin skinni þegar við höfum ekki sofið vel. Það hefur áhrif á daginn okkar og litar allt í okkar lífi.“
„Næring, hreyfing og svefn eru þrjár meginstoðir góðrar heilsu en ef ein þessara stoða er ekki að virka sem skyldi er heilsa okkur í hættu, bæði andleg og líkamleg heilsa,“ segir Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við tölvunarfræðideild og verkfræðideild HR. Erna leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.
„Við finnum það öll á eigin skinni þegar við höfum ekki sofið vel. Það hefur áhrif á daginn okkar og litar allt í okkar lífi. Þig langar í óhollan mat, sykur og koffín og við borðum líka of mikið þegar við höfum ekki sofið vel. Svefnleysi getur einnig haft áhrif á minni okkar og vitsmunalega virkni,“ segir Erna.
Í þessu viðtali skýrir Erna frá rannsókninni, hvernig mælingarnar eru gerðar og hvaða áhrif svefnleysi getur haft.