Fréttir eftir árum


Fréttir

Tækifærin næg til nýsköpunar

6.8.2015

Á Íslandi er góður jarðvegur fyrir sprotastarfsemi en huga þarf betur að umhverfi slíkra fyrirtækja svo að þau geti vaxið. Þetta er meðal þess sem fram kom á nýsköpunarráðstefnunni „How Innovation and Talent attract capital“ sem var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær, miðvikudag. 

Þar kynntu stjórnendur, frumkvöðlar og fjárfestar frá Bandaríkjum frumkvöðlastarf og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins í Kísildalnum. Fjöldi gesta mætti og hlýddi á góð ráð frá þátttakendum í pallborðsumræðum sem komu meðal annars frá Yahoo, Silicon Valley Bank, Uber og The Geek Squad. 

Ráðstefna

Íslenskir þátttakendur voru meðal annarra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Einar Hansen Tómasson, Promote Iceland, Rakel Sölvadóttir, ReKode education/Skema, Margrét Reykdal, Truenorth, Georg Lúðvíksson, Meniga og Stefán Pétursson, Arion banka.

Ráðstefna

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, sagði vera góð tækifæri til nýsköpunar hér á landi. Til að ná betri árangri þyrfti þó að sporna við flutningi sprotafyrirtækja úr landi og stuðla að virkara flæði fjármagns til lengri tíma. Ekki væri nóg að aðgangur væri að fjármagni til að stofna sprotafyrirtæki, fyrirtækin þyrftu einnig fjármagn til að vaxa. Hann sagði háskóla gegna lykilhlutverki í nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja þar sem þar verði hugmyndirnar til.

Ráðstefna