Fréttir eftir árum


Fréttir

TÆKNIFRÆÐI Í HR // Vinnur í óskaverkefninu á hverjum degi

18.1.2023

Tæknifræðin heillaði Smára Guðfinnsson orku- og véltæknifræðing þegar hann stóð frammi fyrir því að velja sér háskólanám. Hann kláraði stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og taldi sig því frekar vanta verklegan bakgrunn en bóklegan þegar hann héldi áfram í námi.

Maður í blárri skyrtu situr við fundarborð og vinnur á tölvu. Skrifstofurými í bakgrunni.Tæknifræðin byggir upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið og taldi Smári því að hún myndi henta sér vel. „Námið var skemmtilegt og nytsamlegt og það var afar gott að fá kennara úr atvinnulífinu til að gera það áhugaverðara,“ segir hann og bætir við að honum hafi fundist sú staðreynd hagkvæm að þegar tæknifræðingar útskrifast eftir 3,5 árs nám eru þeir komnir með lögverndað starfsheiti en á sama tíma með alla möguleika opna fyrir framhaldsnám.

Smári segir tæknifræðinga vera eftirsótta starfskrafta þar sem nám þeirra sé mjög verklegt og jafnvel sé þar lögð enn meiri áhersla á að unnin séu raunveruleg verkefni en í svipuðu háskólanámi. Tæknifræðingar séu því oft mun tilbúnari inn á vinnumarkaðinn að loknu námi.

Starfssvið orku- og véltæknifræðinga er fjölþætt. Þeir starfa meðal annars við hönnun, verkefnastjórnun, eftirlit, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. Þeir vinna á verkfræðistofum, í framleiðslufyrirtækjum og hjá orkufyrirtækjum. Smári starfar hjá EFLU verkfræðistofu og hefur gert það frá útskrift í janúar 2012. „Þar starfa ég sem sérfræðingur í Vélateymi á Iðnaðarsviði við verkefnastýringu og ráðgjöf í fjölbreyttum vélatengdum verkefnum, t.d. hönnun á landeldisstöð, virkjunum, baðlónum, veitukerfum og iðnaðarkerfum í stóriðju. Mér finnst ég vera að vinna í óskaverkefninu á hverjum degi hjá EFLU þar sem verkefnaflóran er svo fjölbreytt og spennandi.“

Hér má lesa um orku- og véltæknifræði, byggingartæknifræði, rafmagnstæknifræði og iðnaðar- og orkutæknifræði í HR.

Maður með kaffibolla í hönd hallar sér upp að dyrastaf, skrifstofurými í bakgrunni

//

The department of Applied Engineering offers undergraduate programmes in Applied Engineering, Technology, Architectural Technology, and Construction Management.

In Applied Engineering, students address practical, real-life engineering design problems under the guidance of our faculty and experts from the local industry. Emphasis is on solid theoretical knowledge and robust design and analysis skillset through practical student projects.

After a BSc thesis, graduates receive certification from the Ministry of Industry to practice as fully qualified engineers, with the professional title of a certified engineer.