Fréttir eftir árum


Fréttir

Takmarkanir eftir páska - áhrif á kennslu og námsmat

31.3.2021

Í dag var birt ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem mun gilda frá 1. til 15. apríl. Þessi reglugerð heimilar staðnám að nýju og eykur svigrúm nokkuð frá núgildandi reglum. Meginatriðin eru tveggja metra fjarlægðatakmarkanir, hámark 50 nemendur í hóp og bann við blöndun milli hópa.

Breytingar á reglum um skólastarf hafa eftirfarandi áhrif á kennslu og námsmat næstu vikur.

Kennsla fram til 15. apríl: Fyrirkomulag er í höndum deilda og kennara. Fyrir þá kennslu sem verður á staðnum, gilda þær hópaskiptingar sem settar voru upp í byrjun annar.

Lokapróf 12 vikna námskeiða: Þau skriflegu og munnlegu próf sem fram fara á prófatímabilinu 12.-23. apríl verða öll á stafrænu formi. Þetta var ákveðið á fundum rektors, sviðsforseta, deildarforseta, forstöðumanns kennsluþróunar og í dag.

Verklegir þættir náms: Heimilt er að sinna verklegum og klínískum þáttum náms svo fremi að notaðar séu andlitsgrímur.

Nýting ganga og sameiginlegra rýma: Grímuskylda gildir áfram á göngum, salernum og öðrum sameiginlegum svæðum.

Lesrými: Allt að 50 nemendur mega nota hvert lesrýmissvæði frá og með morgundeginum, með tveggja metra bili. Ekki er lengur þörf á skráningu til að nýta lesrými.

Byggingin verður opin nemendum alla páskana, frá kl. 8 til 17 og frá 17 til 22 með aðgangskorti.