Fréttir eftir árum


Fréttir

Team Sleipnir í 15. sæti af 75

25.7.2017

Team Sleipnir tók þátt í aksturskeppni Formula Student keppninnar um helgina og náði framúrskarandi árangri, eða 15. sæti af 75. Þetta var í annað sinn sem liðið keppti fyrir hönd Háskólans í Reykjavík í keppninni.

Formula Student er keppni fyrir háskólanema sem fer fram á hinni frægu Silverstone-braut í Englandi. Nemendurnir sáu alfarið um að smíða og hanna bílinn sem keppt var á og náði liðið öllum öryggis- og regluprófum sem út af fyrir sig er glæsilegur árangur. Team Sleipnir er skipað nemendum úr verkfræði og tæknifræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Á Facebook-síðu liðsins má sjá skemmtileg myndbönd frá keppendum og svipmyndir frá Silverstone: