Fréttir eftir árum


Fréttir

Team Sleipnir keppir á Silverstone kappakstursbrautinni

23.7.2017

Eins og í fyrra keppir Háskólinn í Reykjavík í Formula Student-keppninni, alþjóðlegri kappaksturskeppni háskólanema. Í dag, þann 23. júlí, fer fram aksturskeppnin sjálf á hinni sögufrægu Silverstone kappakstursbraut þar sem jafnframt er keppt í Formúlu 1. Lið Háskólans í Reykjavík, sem heitir Team Sleipnir, fór í gegnum allar prófanir í liðinni viku og má því taka þátt í aðalkeppninni.

Vísir sýnir beint frá keppninni á netinu, á slóðinni:

http://www.visir.is/g/2017170729611/bein-utsending-haskolinn-i-reykjavik-keppir-a-silverstone

Keppandi á Silverstone situr í bíl með hjálm á höfði