Fréttir eftir árum


Fréttir

Kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik fær ráðgjöf hjá PAPESH rannsóknasetri

23.1.2018

PAPESH-rannsóknarsetur innan íþróttafræðisviðs HR hefur undanfarna mánuði veitt landsliðum Íslands í handknattleik ráðgjöf í framhaldi af mælingum á liðsfólki bæði A-liðs og yngri landsliða. Nú hefur kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik bæst í hóp liða sem nýta sér sérfræðiþekkingu setursins en liðið er í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana í samstarfi við HK.

Vísindamenn innnan PAPESH gripu því tækifærið og gerðu mælingar á liðinu. Í framhaldinu gáfu þau liðsmönnum ráð um hvað hægt væri að gera til að bæta frammistöðuna á vellinum.

Yfir 40 landsliðskonur voru mældar með tilliti til meðal annars þols, kasthraða og krafts í vöðvum í fótleggjum og handleggjum. Matið var skipulagt af Kristjáni Halldórssyni hjá PAPESH-rannsóknasetri og Kolbrúnu Helgu Hansen, BSc-nemanda í íþróttafræði. Mælingar og ráðgjöf af þessu tagi er gott tækifæri til rannsókna fyrir nemendur HR auk þess sem gögnin nýtast í enn frekari rannsóknir við íþróttafræðisvið HR.

Íþróttakonur búa sig undir að taka sprett í íþróttahúsi

PAPESH stendur fyrir Physical Activity, Physical Education, Health and Sport.