Fréttir eftir árum


Fréttir

Þekkingin nýtist á hverjum degi

Opni háskólinn í HR - Viðurkenndir bókarar

9.8.2022

 „Námið reyndist mér vel og það jók sjálfstraust mitt að hafa betri þekkingu á fleiri hliðum reksturs fyrirtækja. Ég er að koma upp litlu fyrirtæki með vinkonu minni er snýr að bókhaldi og rekstri og ég nýti því þessa þekkingu nánast á hverjum degi í starfi mínu. Ég hafði ekki reynslu af bókhaldi áður og er nú hæfari í rekstri þar sem ég skil gögnin sem reksturinn byggir á og er það grundvallaratriði að mínu mati. Ég valdi HR af því að ég veit að þar er gott að vera í fjarnámi, reynsla af bókhaldskennslu við skólann er mikil og aðgengi að námsefni eftir námið gott sem skipti mig miklu máli,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, eigandi Sera bókhalds og ráðgjafar ehf.

291114070_8013585271986628_2389944266538434355_nIngibjörg er menntaður leikskólakennari auk þess að vera með meistaragráðu í viðskiptafræði kennsluréttindi á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hún hefur lengst af starfað í háskólum, bæði á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík, og nú síðast við Lýðskólann á Flateyri. Í dag rekur hún eigin fyrirtæki Sera, Bókhald og ráðgjöf ehf.
Námslínan "Viðurkenndir bókarar" í Opna háskólanum í HR er hagnýtt og viðamikið bókhaldsnám. Í upphafi náms er nemendum boðið að sækja undirbúningsnámskeið í Excel og stutt námskeið í náms- og próftækni. Námslínan er hönnuð sem undirbúningur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til viðurkenningar bókara.
Skráning er hafin