Fréttir eftir árum


Fréttir

Þrívíddarprentuð líffæri, sýndarverur sem semja djass og endalok hins frjálsa vilja

6.11.2017

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í níunda sinn og inniheldur að vanda fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.

Meðal efnis í tímaritinu í ár eru greinar um notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða, sýndarverur sem spila djass, grunnlínupunkta landhelgi Íslands, orkuverð á Íslandi og í Evrópu í samhengi við áætlanir um sæstreng til Evrópu, hvernig tölvuforrit hafa áhrif á hegðun okkar og skoðanir og margt fleira. Ari Kristinn Jónsson, rektor, skrifar um samstarf HR og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins við MIT-háskólann í Boston sem miðar að því að greina hvaða breytingar þarf að gera á Íslandi til að efla verðmætasköpun á grunni hugvits og nýsköpunar.

Tímaritið er aðgengilegt á vefsíðu HR og er sent til núverandi og fyrrverandi nemenda háskólans og til starfsmanna. Blaðinu er einnig dreift á kaffihús og í ýmis almannarými eins og bókasöfn, verslanamiðstöðvar, sundlaugar og á fleiri staði.

Skoða tímaritið á vefnum