Fréttir eftir árum


Fréttir

Tíu útskrifast úr tölvunarfræði HR við HA

15.6.2022

Tíu nemendur voru útskrifaðir úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Akureyri síðastliðinn laugardag. Samstarf háskólanna hófst haustið 2015 og hafa fimmtíu nemendur farið þessa leið, 47 hafa útskrifast með BSc-gráðu og þrír hafa lokið diplómanámi í tölvunarfræði. 

Níu manns, átta karlar og ein kona, standa og krjúpa fyrir framan litla tjörn og halda á útskriftarskírteinum.Síðastliðin ár hafa á bilinu 60 til 70 nemendur HR stundað nám sitt á Akureyri á hverjum vetri. Á Akureyri hlýða nemendur á fyrirlestrana frá HR á netinu en eru með kennara á svæðinu sem sér um dæmatíma. Verkefnafulltrúi við HA heldur utan um nemendur og námið fyrir norðan.

Kynntu þér nám í tölvunarfræði HR við HA.

----------------------

Ten students graduated from the computer science department of Reykjavík University at the University of Akureyri last Saturday. The collaboration between the universities began in the fall of 2015, and fifty students have graduated since then, 47 with a BSc degree and three with a diploma in computer science.

In recent years, around 60 - 70 RU students have studied in Akureyri every winter. In Akureyri, students listen to lectures from RU online but have a teacher at the University of Akureyri.