Fréttir eftir árum


Fréttir

Tólf hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla tekin í notkun

20.2.2019

Nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík geta nú hlaðið rafmagnsbíla sína í tólf hleðslustæðum sem búið er að koma upp við háskólann í samstarfi við Hlaða ehf.

Þeir nemendur og starfsmenn sem hyggjast nýta sér þjónustuna þurfa að skrá sig á síðunni hlada.is/hr. HR býður notendum upp á fría hleðslu í tvo tíma en eftir það verður tekið stöðugjald fyrir hvern tíma.

Uppsetning hleðslustæðanna er meðal aðgerða sem umhverfishópur nemenda og starfsfólk lagði til að ráðist yrði í í tengslum við samning Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál og innleiðingu háskólans á markmiðum Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra leiðtoga. Hún er ennfremur liður í almennri áherslu háskólans á umhverfismál og stöðugri viðleitni til að auka sjálfbærni starfsemina. Meðal annarra aðgerða sem ráðist hefur verið í nýlega er að notkun einnota plastmála við vatns- og kaffivélar hefur verið hætt, rusl er nú flokkað enn meira en fyrr og stefnt er að því að nýtt reiðhjólaskýli rísi á lóð háskólans í sumar.

Lesa meira um samfélagsábyrð Háskólans í Reykjavík:

www.ru.is/skipulag/samfelagsabyrgd/

Hleðslustöð fyrir utan HR