Fréttir eftir árum


Fréttir

Umbreyting nýrra íslenskra ferðamannastaða í sjálfbæra áfangastaði

Nemandi í meistaranámi í stjórnun í ferðaþjónustu við viðskiptadeild HR hlýtur verðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

19.4.2022

Stephanie Langridge, nemandi í meistaranámi í stjórnun í ferðaþjónustu við viðskiptadeild,  hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi MSc-ritgerð um ferðamál á Íslandi. Það voru Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) sem veittu verðlaunin. 

Stephanie-Langridge-nemenda-verdlaun-20220323_144202edMSc-ritgerð Stephanie nefnist Umbreyting nýrra íslenskra ferðamannastaða í sjálfbæra áfangastaði: Tilviksrannsókn á eldgosinu í Geldingadal 2021 (e. Transforming emergent Icelandic tourist sites into sustainable and responsibly managed destinations: A case study of the 2021 Geldingadalur eruption in Iceland). Leiðbeinandi Stephanie var Tracy Michaud stundakennari við Háskólann í Reykjavík og lektor við University of Southern Maine í Bandaríkjunum.

Ritgerðin fjallaði um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadal fyrir ferðamennsku og þær áskoranir sem hagsmunaaðilar standa frammi fyrir til að gera nýja ferðamannastaði að sjálfbærum áfangastöðum.

Stjórnun í ferðaþjónustu er 14 mánaða stjórnunarnám þar sem nemendur njóta sérfræðiþekkingar hérlendra og erlendra sérfræðinga og öðlast þekkingu og færni í að stýra fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýta sóknarfæri. 

Umsóknarfrestur um meistaranám við Háskólann í Reykjavík er til 30. apríl.

Kynntu þér málið hér