Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Undirbúningur útskriftar - vorboðinn ljúfi

31.5.2022

Ragnhildur Helgadóttir rektor nýtti góða veðrið á dögunum vel og skrifaði undir útskriftarskírteini allra nemenda sem útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík þann 18. júní næstkomandi.

Kona situr úti í garði við borð með pappíra fyrir framan sig, í góðu veðri.

Þetta er alltaf jafn gaman og mikill vorboði. Ég hugsa alltaf um öll árin sem liggja að baki hverju skírteini þegar ég skrifa undir, þetta er þriggja til fimm ára vinna hjá hverjum og einum nemanda.

Þess má geta að Ragnhildur skrifar undir á milli sjö- og áttahundruð skírteini fyrir útskrift að vori. Einnig er útskrifað frá HR í febrúar og október.