Fréttir eftir árum


Fréttir

Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

20.1.2021

Á hverju ári hljóta vísindamenn Háskólans í Reykjavík, og annarra háskóla, styrki frá Rannsóknasjóði (Rannís) til að þróa rannsóknaverkefni sín. Að þessu sinni var veitt hærri heildarupphæð til styrkja en nokkru sinni áður.

Á meðal verkefna Háskólans í Reykjavík sem hlutu styrki eru rannsóknir á bálkakeðjum, líkanagerð, þreytu í flugumferðastjórn, svefni ungmenna, markaðssetningu á hollum mat, mannfjöldahermun og atferli afreksknattspyrnumanna.

Öndvegisstyrkur

Slawomir Marcin Koziel, prófessor við verkfræðideild, hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið Hönnunarmiðuð og reiknilega hagkvæm aðferðarfræði fyrir beina og óbeina staðgengilslíkangerð af hátíðnikerfum. Við óskum Slawomir til hamingju með þennan framúrskarandi árangur.

Verkefnisstyrkir

Hér má sjá lista yfir vísindamenn HR sem hlutu verkefnisstyrki ásamt heiti verkefna þeirra:

 • Antonios Achilleos, Anna Ingólfsdóttir og Luca Aceto: Líkön af sannprófun og eftirliti
 • Birna Baldursdóttir, sálfræðideild: Áhrif ljóss á dægursveiflu og svefn ungmenna
 • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, sálfræðideild: Þreyta í flugumferðastjórn: Greining og fyrirbyggjandi aðgerðir.
 • Magnús Már Halldórsson, tölvunarfræðideild: Skorðuð dreifð netalitun
 • Mohammad Adnan Hamdaqa , tölvunarfræðideild: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita
 • Valdimar Sigurðsson, viðskiptadeild: Greiningar á hegðun neytenda og sjálfbær markaðssetning á hollum matvælum
 • Þórhildur Halldórsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, sálfræðideild: Áhrif COVID-19 á geðheilsu unglinga

Doktorsnemastyrkir

Fjórir doktorsnemar við HR hlutu doktorsstyrki.

 • Bjarni Örn Kristinsson, verkfræðideild: Kerfisgreining á samspili flugsamganga og efnahagsumsvifa: Greining á Íslandi út frá alþjóðlegu samhengi
 • Daði Rafnsson, sálfræðideild: Greining á atferli afreksknattspyrnumanna og inngrip byggt á 5Cs hugmyndafræðinni
 • Michelangelo Diamanti, tölvunarfræðideild: Agora: Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun
 • Paola Cardenas, sálfræðideild: Félagslegur stuðningur, aðlögun og geðheilsa barna og ungmenna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi

Lista yfir út­hlut­un­ina í heild sinni og nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef Rannís.