Fréttir eftir árum


Fréttir

Val um „staðið/fallið“ í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020

23.3.2020

Til að koma til móts við flóknar og erfiðar aðstæður nemenda vegna COVID-19 faraldursins hefur Háskólinn í Reykjavík ákveðið að nemendum standi til boða að velja „staðið/fallið“ í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020. Þetta á við bæði um nemendur í grunn- og meistaranámi. 

Nemendur velja sjálfir hvort, og þá hversu mörg, og hvaða námskeið, þeir kjósa að færa yfir í „staðið/fallið“. Til þess að fá „staðið“ í námskeiði þurfa nemendur að ljúka a.m.k. helmingi námsmatsþátta í námskeiði með viðunandi árangri.

Markmið þessa er að draga úr álagi á nemendur næstu vikur og gera þeim betur kleift að ljúka námi annarinnar. Þessi ákvörðun er sambærileg við aðgerðir fjölmargra háskóla um allan heim sem eru að gera breytingar á námsskipulagi og fyrirkomulagi námsmats til að draga úr áhrifum faraldursins á námsframvindu nemenda.