Fréttir eftir árum


Fréttir

Vel heppnaður Háskóladagur

Námið, aðstaðan, þjónustan og lífið í HR kynnt

28.2.2022

Háskóladagurinn var haldinn nú á laugardaginn 26. febrúar og var stafrænn að þessu sinni. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi til að kynna námsframboð sitt fyrir verðandi háskólanemum.

Bein útsending var frá Háskólanum í Reykjavík og einnig gafst tækifæri á að tala við nemendur, kennara og námsráðgjafa á Zoom. Nemendur úr stúdentafélaginu tóku viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR auk þess sem nemendur úr nemendafélögum sýndu aðstöðuna í HR og kynntu þjónustuna sem þar er í boði.

Starfsfólk HR og nemendur eftir vel heppnaðan Stafrænan Háskóladag 2022

Starfsfólk HR og nemendur eftir vel heppnaðan dag.

Dagskráin var vel sótt og Háskólinn í Reykjavík þakkar öllum þeim sem litu við fyrir komuna. Umsóknarfrestur um grunnnám við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní. Frekari upplýsingar má nálgast á umsóknarvef

Selma Rún Friðjónsdóttir, varaforseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík

Selma Rún Friðjónsdóttir, varaforseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.

Upptaka frá Stafræna Háskóladeginum  

Horfðu á upptöku frá Stafræna háskóladeginum í HR