Fréttir eftir árum


Fréttir

Vel heppnuð vísindavaka að baki

Fjöldi fólks kynnti sér lifandi heim vísindanna

3.10.2022

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík tók á móti fjölda gesta á Vísindavöku um helgina í Laugardalshöll. Vísindavaka er ætluð öllum aldurshópum til að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.
_GSF9639
_GSF9679Yngri kynslóðin fjölmennti á Vísindavöku og virtist skemmta sér hið besta við að spila á vatnspíanó, prófa að tæta í sundur tölvu og láta mæla stökkkraft sinn, svo fátt eitt sé nefnt. 

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna á Vísindavöku.

_GSF9574