Fréttir eftir árum


Fréttir

Afreksfólk framtíðarinnar í íslenskum handknattleik fjölmennti í HR

2.10.2017

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Háskólinn í Reykjavík stóðu að málþingi í HR síðastliðinn laugardag sem bar titilinn „Afreksmenn framtíðarinnar“.

Dagskráin samanstóð af fimm stuttum fyrirlestrum ætluðum yngri landsliðum HSÍ. Markmiðið var að upplýsa næstu kynslóð handknattleiksfólks um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næsta skref.

Dean Martin og Fanney Rós Magnúsdóttir, meistaranemar við íþróttafræðisvið HR héldu fyrirlestur um rannsóknir innan sviðsins þar sem mælingar eru gerðar á afreksíþróttafólki. HR er með samstarfssamning við HSÍ um mælingar á landsliðum Íslands í handknattleik. Þau Dean og Fanney, ásamt BSc-nemum og starfsfólki íþróttafræðisviðs, mældu afreksfólkið deginum áður og greindu frá niðurstöðum á laugardeginum og öðru varðandi mælingarnar.

Afreksfolk-HSI-HR-2-Erlingur Richardsson, íþróttafræðingur, fjallaði um þol og styrk, Agnes Þóra Árnadóttir, íþróttanæringarfræðingur, hélt erindi um æfingu og næringu og Hallur Hallsson, íþróttasálfræðingur, fjallaði um hugsun og hegðun afreksíþróttafólks. Að fyrirlestrum loknum héldu þau Snorri Steinn Guðjónsson og Karen Knútsdóttir stutt erindi og svöruðu spurningum gesta. Málþingið var afar vel sótt og voru gestirnir ánægðir með fræðandi fyrirlestra.

Stór hópur íþróttafólks stendur í tröppunum í Sólinni og horfir í myndavélina