Fréttir eftir árum


Fréttir

Vel sóttur fundur frambjóðenda - upptaka

23.10.2017

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir fundi í hádeginu með formönnum átta stærstu flokkanna sem eru í framboði fyrir Alþingiskosningar. Kosið verður næstkomandi laugardag og því var þetta kjörið tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur HR að kynna sér stefnu flokkanna átta.

Sjá upptöku af fundinum
Smella þarf á hnappinn "Watch again"

20171023_120827_resizedEins og búast mátti við voru málefni tengd LÍN og fjármögnun háskólanna rædd á fundinum og lögðu margir þátttakendur áherslu á að nauðsynlegt sé að hækka fjárframlög til íslenskra háskóla. Nemendur komu jafnframt á framfæri spurningum um tekjutengingar og frítekjumörk námslána og ræddar voru hugmyndir um námsstyrki.