Verðandi háskólanemar fylltu Sólina
Háskóladagurinn 2015 var haldinn í Háskólanum í Reykjavík, og LHÍ og HÍ, laugardaginn 28. febrúar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti Háskóladaginn í HR.
Yfir daginn voru haldnar kynningar á námi við HR og tækninámskeið voru í boði fyrir börn og unglinga. Auk þess gátu gestir, ungir sem aldnir, kynnt sér sebrafiska, bíla sem ganga fyrir lofti, tölvuleiki nemenda, litla róbota og gervigreindarhorn. Hægt var að kanna verðvitund, læra að taka tölvur í sundur og setja þær saman og margt, margt fleira.
Tilgangur með árlegum Háskóladegi er að hjálpa verðandi háskólanemum að taka upplýsta ákvörðun um námið.
Hér má sjá yfirlit yfir grunnnám og meistaranám við HR.
Hægt er að sjá myndir frá deginum á:
- Facebook-síðu Háskólans í Reykjavík
- á Instagram undir merkinu #hdagurinn
Kynningarmyndbönd um námsbrautir eru á
