Fréttir eftir árum


Fréttir

Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu frá Sameinuðu þjóðunum

26.6.2015

PRME Progress Report recognitionViðskiptadeild HR hlaut viðurkenningu fyrir sína fyrstu framgangsskýrslu í tengslum við PRME-verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar standa að og varðar menntun ábyrgra stjórnenda. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu PRME samtakanna sem haldin var í New York dagana 23. til 25. júní en alls fengu sjö háskólar viðurkenningu fyrir framúrskarandi skýrslugerð. Aðilar að samtökunum eru alls 600 háskólar frá 80 löndum.

Þrír norrænir háskólar eru meðal þeirra sjö sem fengu viðurkenningu. Það eru ásamt HR Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn og Hanken háskólinn í Helsinki. 

Með aðild að PRME hefur viðskiptadeild HR skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagsábyrgð, leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti en viðskiptadeild HR skrifaði undir viljayfirlýsingu PRME árið 2012. Í þessari fyrstu skýrslu er meðal annars fjallað um hvaða markmið deildin hefur sett sér í ábyrgri stjórnunarmenntun fyrir komandi ár.

Á myndinni má sjá fulltrúa norrænnu háskólanna þriggja sem veittist fyrrnefndur heiður.

Sjá frétt PRME samtakanna um veitingu viðurkenninganna