Fréttir eftir árum


Fréttir

Forsetalisti haustannar 2020 birtur

15.2.2021

Forsetalisti haustannar 2020 hefur verið birtur á vef HR og öllum nemendum verið tilkynnt um sinn góða námsárangur.

Venjulega er haldin forsetalistaathöfn tvisvar á ári en eins og gefur að skilja var ekki hægt að halda hefbundna athöfn í þetta sinn. Nemendur á forsetalista eru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

Arion banki er bakhjarl forsetalista HR.