Fréttir eftir árum


Fréttir

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur

21.9.2018

Nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi hlutu viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 20. september. Nemendurnir komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Að auki fengu nýnemar sem náðu góðum árangri í framhaldsskóla styrk og fá sömuleiðis skólagjöld niðurfelld.

Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur voru veitt en þau hlýtur sá hópur sem er talinn hafa sett fram bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem fór fram í vor. Einnig veitir bókaútgáfan Codex framúrskarandi nemanda í lagadeild hvatningarverðlaun.

Athöfnina setti dr. Einar Hreinsson, forstöðumaður kennslusviðs. Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hélt síðan ávarp og afhenti nýnemastyrki. Deildarforsetar afhentu nemendum sinna deilda viðurkenningu. Þórður Atlason, nemandi við tölvunarfræðideild, hélt ávarp fyrir hönd nemenda. Að athöfninni lokinni var nemendum og aðstandendum þeirra boðið upp á léttar veitingar.

Forsetalisti2018-nynemastyrkir

Handhafar nýnemastyrks ásamt Dr. Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík.

Nemendur sem hlutu nýnemastyrk: Aisha Regína Ögmundsdóttir, Helena Sveinborg Jónsdóttir, Hulda Herborg Rúnarsdóttir, Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir, Ólafur Hálfdán Pálsson, Sigríður Birna Róbertsdóttir, Þór Breki Davíðsson, Matthildur Fríða Gunnarsdóttir, Kristján Ari Tómasson, Svava Ósk Árnadóttir, Katla Halldórsdóttir, Elín Helga Lárusdóttir, Jón Grétar Guðmundsson, Signý Benediktsdóttir, Sara Sólveig Kristjánsdóttir.

Fjórar konur standa með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforsetaNemendur á forsetalista í lagadeild ásamt dr. Ragnhildi Helgadóttur, deildarforseta.

Nemendur lagadeildar á forsetalista: Íris Þóra Júlíusdóttir, Sigurbjörg Birta Berndsen, Esther Ýr Óskarsdóttir, Sylvía Rut Sævarsdóttir.

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforsetaNemendur á forsetalista í tækni- og verkfræðideild ásamt dr. Ágústi Valfells, deildarforseta.

Nemendur tækni- og verkfræðideildar á forsetalista: Kristjana Ósk Kristinsdóttir, Orri Steinn Guðfinnsson, Pétur Kiernan, Ármann Örn Friðriksson, Embla Ósk Þórðardóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Eyþór Logi Þorsteinsson, Guðrún Þóra Sigurðardóttir, Sigurður Davíð Stefánsson, Þorsteinn Jónsson, Jóhannes Bergur Gunnarsson, Jón Bergur Helgason, Björgvin Grétarsson, Þráinn Þórarinsson, Hafþór Valur Hafsteinsson, Sylvía Dagsdóttir, Vilberg Tryggvason, Ævar Sveinn Sveinsson, Gunnar Guðmundsson, Þóra Kristín Jónsdóttir, Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, Kolbrún Helga Hansen, Gunnar Guðmundsson, Þóra Kristín Jónsdóttir, Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, Kolbrún Helga Hansen, Jörundur Ragnar Blöndal.

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforsetaNemendur á forsetalista í tölvunarfræðideild ásamt dr. Gísla Hjálmtýssyni, deildarforseta.

Nemendur tölvunarfræðideildar á forsetalista: Atli Gíslason, Baldur Þór Haraldsson, Hallgrímur Snær Andrésson, Jökull Snær Gylfason, Petra Kristín Frantz, Viktor Sveinsson, Þórður Atlason, Alexander Jósep Blöndal, Arnar Þórðarson, Gunnar Örn Baldursson, Helga Margrét Ólafsdóttir, Matthías Davíðsson, Tristan John Frantz, Christian Andreas Jacobse, Gunnar Birnir Ólafsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Hilmar Tryggvason, Sigurður Gunnar Njálsson, Sverrir Sigurðsson, Valdimar Jónsson, Þórhildur Þorleiksdóttir.

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforsetaNemendur á forsetalista í viðskiptadeild ásamt Hrefnu Sigríði Briem, forstöðumanni BSc-náms í viðskipta- og hagfræði.

Nemendur í viðskiptadeild á forsetalista: Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, Aníta Ósk Georgsdóttir, Karen Kristinsdóttir, Kristófer Eyleifsson, Elías Andri Ásgeirsson, Hávar Snær Gunnarsson, Sigurgeir Jónasson.

Kona stendur með viðurkenningarskjal

Íris Þóra Júlíusdóttir, lagadeild, er handhafi verðlauna frá Codex bókaútgáfu.

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjölHandhafar Guðfinnuverðlaunanna eru GO ARguide: Arnar Þórðarson, Flosi Hrannar Ákason, Gabríela Jóna Ólafsdóttir, Sigurður Pétur Markússon og Unnur Stefánsdóttir.

Maður stendur í ræðupúltiÞórður Atlason, nemandi við tölvunarfræðideild, hélt ávarp fyrir hönd nemenda.