Fréttir eftir árum


Fréttir

Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði

19.5.2015

Tæknidagurinn í HR

Á hverju ári stendur tækni- og verkfræðideild HR fyrir Tæknideginum, en þar er sýndur afrakstur nemanda eftir þriggja vikna verkleg námskeið, viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði og móttaka haldin fyrir afmælisárganga í tæknifræði.

Tæknidagurinn í ár var haldinn 15. maí. Gestum bauðst að kynna sér margvísleg tækniverkefni eins og rafbíl, þeytispjalds-klukku, þrívíddarmódel af bílvél og sjálfskiptingu, frumhönnun á „Formula Student“ kappakstursbíl og exoskeleton-grind sem á að hjálpa fólki að standa upp.

Viðurkenningar voru veittar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, bauð gesti velkomna og Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti, ávarpaði afmælisárganga. Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veitti viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem viðkomandi nemendur kynntu fyrir gestum. 

Verkefnin eru:

  • Hreinsipakkdós jarðborana: Haraldur Orri Björnsson
  • Mælingar á mjólkurbúum: Þorsteinn Pálsson
  • TM – kerfi: Gólfbitakerfi með forspenntum bitum: Kristinn Hlíðar Grétarsson
Tæknidagurinn í HR

Ari Kristinn Jónsson, Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, Haraldur Orri Björnsson, Sigrún Sigmundsdóttir - sem tók við verðlaununum fyrir hönd sonar síns, Kristins Hlíðars Grétarssonar-, Þorsteinn Pálsson og Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar.