Fréttir eftir árum


Fréttir

Stofnaði samtök sem nýta þekkingu verkfræðinema í Úganda

3.5.2017

Kyle Edmunds stendur við handrið í Sólinni í HRKyle Edmunds er doktorsnemi og stundakennari í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Kyle er frá Wisconsin í Bandaríkjunum en hefur stundað nám við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2014.

Á síðasta ári stofnaði hann samtökin EGD, eða Engineers for Global Development (á íslensku „Verkfræðingar fyrir alþjóðlega þróun“). Hann segir EGD vera frjáls félagasamtök sem ætli að nýta krafta og þekkingu nemenda í verkefni sem efla fátæk samfélög um allan heim, til dæmis með því að aðstoða þau við að tryggja aðgang að hreinu vatni.  

„Ég stofnsetti fyrstu deild samtakanna við Háskólann í Reykjavík í ágúst 2016. Þá var staðfest samstarf við Foundation for Development of Needy Communities, eða FDNC, í Mbale í Úganda,“ segir Kyle. Fyrir stuttu var haldinn fyrstu stefnumótunarfundur samtakanna í HR og þar mættu áhugasamir nemendur til að fræðast betur um verkefni samtakanna og skiptast á hugmyndum. „Við ræddum samtökin okkar og verkefni sem við höfum ákveðið að setja í forgang eftir ferð til Mbale,“ en Kyle fór sjálfur til svæðisins í janúar síðastliðnum.

Vinna með heimamönnum

Samstarfssamtökin FDNC eru með höfuðstöðvar sínar í Mbale sem er ástæðan fyrir því að það svæði varð fyrir valinu. „Ég var svo heppinn að fá að starfa með stofnanda þeirra samtaka, Sam Watulatsu, alveg ótrúlegum manni sem veitti mér mikinn innblástur. Ég vann að stofnun EGD á meðan ég stýrði verkefni ásamt honum á vegum Verkfræðinga án landamæra (e. Engineers Without Borders), en þar komum við upp dælu fyrir borholu sem gengur fyrir sólarorku í litlu þorpi sem heitir Shilongo.“

Fólk situr í kringum borð í Úganda og talar saman Á fundi með fulltrúum FDNC.
Mbale-svæðið í Úganda er eitt það fátækasta og viðkvæmasta í landinu. Þangað er erfitt að ferðast, nærri sjö klukkustunda ökuferð frá höfuðborginni Kampala. „Að vinna verkefni á þessu afmarkaða svæði tryggir að við náum að koma einhverju góðu til leiðar fyrir fólk sem þarf svo sannarlega á því að halda. FDNC-samtökin aðstoða okkur við að ákveða hvaða verkefni best er að ráðast í af því þau þekkja þorpin og íbúa þeirra.“

Verkefni sem EGD-samtökin standa fyrir núna:

  • Bygging geitakofa fyrir fjölskyldur

  • Hönnun og bygging húsa sem safna vatni fyrir Lukhonge, eitt fátækasta þorpið í Úganda (á toppi fjallsins Mount Elgon)

  • Hönnun og bygging vatnssöfnunarkerfis í Wapondo, þorpi sem hefur orðið illa úti úr þurrkum. Þar var borhola sem notuð var til að ná í grunnvatn en hún bilaði.

Það sem okkur finnst sjálfsagt...

Á ferð sinni til Úganda hélt Kyle úti ferðabloggi. Hér má lesa stuttan kafla þar sem hann lýsir ferðinni til Úganda.

Finally, exhausted but thoroughly exhilarated, we jumped in a bus headed for Kampala, nabbed a taxi to the airport, and here we are. It seems impossible to describe what we feel in this moment - a complicated mix of excitement and inspiration, laced with the profound sadness and introspection inherent to having experienced parts of the world with such disparate access to resources that we all-too-often take for granted.

All I can say for now: 2017 will be a year of reflection, hard work, and the co-creation of something beautiful. There is truly nothing more fulfilling and important in today's world than honest dedication to making the world a better place, however much one can - and here's to having an unforgettable adventure in the meantime.

Kennir taugafræði svefns

Kyle lærði kjarnorkuverkfræði og læknisfræðilega eðlisfræði við Háskólann í Wisconsin og lauk meistaraprófi í vefjaverkfræði frá Tufts-háskóla í Boston. Eftir það lá leiðin til HR þar sem hann stundar nám og kennslu. Hann hefur tekið þátt í að stofna íslenska taugalífeðlisfræðisetrið við tækni- og verkfræðideild og er verkefnastjóri þar.

Við setrið eru stundaðar rannsóknir á starfsemi heilans og taugakerfisins en að stofnun þess stóðu vísindamenn við HR, HÍ, Landspítalann, Össur, Íslenska erfðagreiningu og Hjartavernd. Kyle kennir þriggja vikna námskeið í taugafræði svefns þessa dagana.

Tveir menn standa fyrir framan skjáslæðu á fundi í HRFrá stefnumótunarfundi EGD sem haldinn var í HR í apríl síðastliðnum.

Frekari upplýsingar:

Vefur samtakanna EGD

-hér má meðal annars lesa meira af bloggi Kyles

Vefur FDNC-samtakanna