Forsíðufréttir
Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís
Vísindamenn Háskólans í Reykjavík fengu úthlutað verkefnisstyrkjum, rannsóknastöðu og doktorsnemastyrkjum við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017.
Verkefnisstyrkir
Alls fengu átta vísindamenn styrki fyrir sjö verkefni, á sviði raunvísinda og stærðfræði, verkfræði og tæknivísinda og lífvísinda. Handhafar styrkjanna eru fræðimenn við tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild.
Ágúst Valfells, prófessor við tækni- og verkfræðideild:
- Lofttóms-ördíóður með jafnspennulestun notaðar sem tíðnistillanlegir THz sveiflugjafar
Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent við tölvunarfræðideild:
- Svæðisvitund persóna: Stafrænum leikurum gert kleift að skilja og nýta félagslegt rými
Leifur Þór Leifsson, tækni- og verkfræðideild:
- Iðustreymislíkangerð með bestunaraðferðum og staðgengilslíkönum
Magnús Már Halldórsson, prófessor við tölvunarfræðideild:
- Nýjar víddir í reikniritum fyrir þráðlaus net
Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild, og Ceon Ramon, prófessor við tækni- og verkfræðideild:
- Líkangerð á truflunum á heilarafritum frá vöðvarafmerkjum í höfði
Slawomir Marcin Koziel, prófessor við tækni- og verkfræðideild:
- Tölvulíkön og aðferðir til ad hanna hringpólariseruð loftnet og loftnetaraðir
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, dósent við tækni- og verkfræðideild:
Breyting í efnaskiptaferlum við fjölgun og beinsérhæfingu mesenchymal-stofnfruma: Leit að nýjum kennimörkum fyrir beinsérhæfingu
Alls bárust 173 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 33 styrktar eða 19% umsókna.
Rannsóknastöðu- og doktorsnemastyrkir
- Kristinn Torfason, nýdoktor við tækni- og verkfræðideild, hlaut rannsóknastöðustyrk til rannsókna á lofttóms rafeindatækni.
- Ingibjörg Eva Þórisdóttir, stundakennari við viðskiptadeild, hlaut doktorsnemastyrk til rannsókna á áhættu- og verndandi þáttum fyrir þunglyndi og kvíða.