Fréttir eftir árum


Fréttir

Vísindamenn HR fá styrki frá Rannsóknarsjóði

15.1.2015

Hópur vísindamanna við Háskólann í Reykjavík fær úthlutað styrkjum til rannsóknarverkefna fyrir árið 2015 en það er stjórn Rannsóknasjóðs sem úthlutar rannsóknarfé.

Fræðimenn innan tækni- og verkfræðideildar og tölvunarfræðideildar hljóta verkefnastyrki fyrir sjö mismunandi rannsóknarverkefni. Samkvæmt upplýsingum á vef Rannís kemur fram að alls hafi borist 175 umsóknir um verkefnastyrki og voru 52 styrktar eða 29,7% umsókna.

Verkefni sem styrkt eru innan HR eru m.a. í heilbrigðisverkfræði, stærðfræði, máltækni og tölvunarfræði.


Alls bárust 226 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar eða 29,6% umsókna. Sótt var um 2.353.628 þús. kr. en 724.264 þús. kr. veittar eða 30,8% umbeðinnar upphæðar. Meðalupphæð umsókna var 10.414 þús. kr. en meðalupphæð styrkja er 10.810 þús.kr.

Frekari upplýsingar um úthlutun Rannís má finna hér.