Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Yfirbyggð stoppistöð Borgarlínu ráðgerð í HR

13.1.2020

Drög að samningi HR og borgarinnar um Borgarlínu og yfirbyggða stoppistöð í Háskólanum í Reykjavík voru samþykkt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Á næstunni hefst einnig hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvoginn. Hvorutveggja er liður í fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms. Samkvæmt áætlunum Borgarlínu er gert ráð fyrir að þessi áfangi verði tilbúinn árið 2023.

Þessi hluti Borgarlínunnar mun liggja frá samgöngumiðstöð á BSÍ reitnum eftir Nauthólsvegi að stoppistöðinni við HR sem staðsett verður vestan við háskólann. Þaðan liggi hún yfir Fossvogsbrúna og að Hamraborg í Kópavogi. Á brúnni verður gert ráð fyrir hjóla- og göngustíg ásamt akreinum fyrir almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.

Mynd sem sýnir leið Borgarlínu um HRÍ drögum að samkomulagi HR og borgarinnar er gert ráð fyrir töluverðri aukningu á byggingarmagni á svæðinu. Nýjar byggingarnar eru m.a. hugsaðar fyrir nýsköpunarstarf og þekkingarsköpun á vegum háskólans, auk almennrar þjónustu. Framundan er vinna við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið.