Fréttir eftir árum


Fréttir

Zipcar býður upp á áskrift að bíl í HR

13.9.2017

Nemendum og starfsfólki Háskólans í Reykjavík mun frá og með 18. september næstkomandi gefast kostur á gerast áskrifendur að deilibílaþjónustu Zipcar.

Markmið með samstarfi HR og Zipcar er að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfisvænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR. Þá er hægt að grípa Zipcar þegar þörf er á að nota bíl til að skreppa. Zipcar gerir fólki kleift að hafa aðgang að bíl þegar því hentar. Skráning fer fram á Zipcar.is og þar er hægt að ná í Zipcar snjallsímaappið. Með appinu er hægt að bóka bíl, sem staðsettur er á sérmerktum bílastæðum við HR, og greiða fyrir hann.

Að „zippa“ er ekki ósvipað og að taka bílaleigubíl nema auðveldara og fljótlegra. Bílinn er bókaður þegar notandanum hentar og aðeins er greitt fyrir þann tíma sem bíllinn er í notkun og ólíkt bílaleigubíl þá er engin bið eftir afgreiðslu. Í verðinu er allt innifalið sem þarf til að aka af stað: bensín, tryggingar og 55 kílómetrar á klukkustund.

Einnig verður boðið upp á Zipcar-bíla við Landspítalann.

Fulltrúar ON og zipcar ásamt borgarstjóra standa fyrir utan HRFrá vinstri: Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landsspítalans, Áslaug Thelma Einarsdóttir forstöðumaður einstaklingsmarkaðs ON, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ALP.