Viðburðir eftir árum


Liðnir viðburðir

23.1.2020 - 25.1.2020 14:00 - 17:00 Vitinn 2020

Hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins

Vitinn stendur yfir í þrjá daga. Lið vinna saman og setja fram hugmynd á laugardeginum. Meðan á vinnunni stendur fá keppendur leiðsögn frá sérfræðingum í atvinnulífinu. Sigurvegarar Hnakkaþonsins fara fyrir hönd HR á sjávarútvegssýninguna í Boston þar sem þeirra bíður dagskrá skipulögð í samráði við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.

 

5.12.2019 12:10 - 13:30 Háskólinn í Reykjavík Gagnaflutningar yfir landamæri

Viðburður á vegum Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR og tölvunarfræðideildar HR

Anna Sigríður og María munu fjalla um verkefni og vandamál sem tengjast úrvinnslu og greiningu á viðkvæmum og persónugreinanlegum gagnasöfnum. Timo Minssen kemur til með að ræða ýmis lagaleg álitaefni um gagnaflutninga yfir landamæri.

 

3.10.2019 12:00 - 13:00 Elon Musk, forsetinn á Mars?

Hvernig á að gera þjóðréttarsamninga við geimverur?

Brátt munu mörg þeirra álitaefna sem snerta stjórnunarhætti á jörðinni jafnframt vera álitaefni í himingeimnum.

 

2.10.2019 11:00 - 14:00 Láttu þér líða vel

Andleg heilsa í fókus

Hugmyndin með deginum er búa til vettvang þar sem einstaklingar, sem eru að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu, geta kynnt sér hvaða bjargráð eru í boði. Aðilar sem bjóða fræðslu og þjónustu fyrir þennan markhóp verða sýnilegir og aðgengilegir til að auðvelda fólki að taka fyrsta skrefið í átt að betri líðan.

 


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is