Viðburðir eftir árum


Liðnir viðburðir

6.10.2017 12:00 - 13:45 Stjórnarskráin í stormi samfélagsins

Málþing til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni sjötugum

Lagadeild Háskólans í Reykjavík heldur málþing til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni sjötugum.

 

22.9.2017 13:00 - 16:30 Fullveldi í 99 ár

Ráðstefna til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, sextugum.

Málþing til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara við mannréttindadómstól Evrópu. Sameiginlegur viðburður Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

 

7.9.2017 - 8.9.2017 8:30 - 18:30 Ráðstefna um alþjóðlegan gerðardómsrétt

Skilvirk úrlausn árgreiningsmála í alþjóðlegum viðskiptum

Gerðardómur Alþjóðaviðskiptaráðsins (ICC International Court of Arbitration) stendur fyrir ráðstefnu og vinnustofu hér á landi til að kynna málsmeðferð fyrir gerðardómi sem skilvirka lausn við úrlausn viðskiptatengdra ágreiningsmála.

 

4.5.2017 16:00 - 18:00 Mannamunur í mannréttindum

Opnun Réttindagáttar og málþing Geðhjálpar og HR um réttindi fólks með geðröskun 

Opnun Réttindagáttar og málþing Geðhjálpar og Háskólans í Reykjavík um réttindi fólks með geðröskun. 

 

25.4.2017 12:00 - 13:00 Kynning á meistaranámi í lögfræði

Fáðu innsýn í námið og möguleika að námi loknu

 

24.4.2017 - 12.5.2017 9:00 - 16:00 Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale

Námskeið opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík

Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt

 

31.3.2017 12:00 - 14:00 Veðjað á rangan hest - málstofa

Hættan af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00.

 

30.3.2017 Fyrirlestramaraþon HR 2017

Fræðimenn Háskólans í Reykjavík segja frá rannsóknum sínum í örfyrirlestrum

Fyrirlestramaraþon HR er haldið árlega en þar flytja fræðimenn innan háskólans örfyrirlestra um allt milli himins og jarðar.

 

11.3.2017 11:00 - 15:00 Endurgjaldslaus ráðgjöf við gerð skattframtala

Árlegur skattadagur Lögréttu

 

10.3.2017 12:10 - 13:00 Tækifæri eða áskorun?

Áhrif Brexit á EES-samninginn

Dóra Sif Tynes LLM, héraðsdómslögmaður og eigandi hjá ADVEL lögmönnum flyturfyrirlesturinn: Tækfæri eða áskorun? Áhrif Brexit á EES samninginn.

 

 

4.3.2017 13:00 - 14:00 Aftur til framtíðar

Hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni?

Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Háskólinn í Reykjavík býður til stutts málþings á Háskóladaginn 4. mars þar sem sérfræðingar ræða vinnumarkaðinn, framtíðina og fjórðu iðnbyltinguna.

 

4.3.2017 Háskóladagurinn

Kynntu þér framboð náms við Háskólann í Reykjavík

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 4. mars 2017. Þar gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

 

23.2.2017 17:00 - 18:30 Forsetalistaathöfn

Framúrskarandi nemendur

Rektor veitir verðlaun fyrir góðan árangur í námi.

 

22.2.2017 12:00 - 13:30 Kalla nýir tímar á breyttar áherslur í laganámi?

Málþing á vegum lagadeildar

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi þann 22. febrúar kl. 12.00 - 13.30 í stofu V102. 

Málþingið ber yfirskriftina "Kalla nýir tímar á breyttar áherslur í laganámi?". Frummælendur málþingsins verða Kári Hólmar Ragnarsson hdl. sem er nú við doktorsnám í lögfræði í Harvard, Dr. Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR og Brynjar Níelsson hrl. alþingismaður.

 

15.2.2017 17:00 - 18:00 Donald Trump - hvert stefnir?

Málfundur á vegum Lögréttu, félags laganema við HR

Næsta miðvikudag (15. feb) verður málfundur hér, í Háskólanum í Reykjavík, um Donald Trump og hans stefnu. Málfundurinn fer fram klukkan 17 – 18, í stofu M103, og er opinn öllum.

 

4.2.2017 UT messan

HR tekur þátt í UTmessunni - einum stærsta viðburði ársins í tölvugeiranum

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

 

28.1.2017 13:00 Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Silfurberg, Harpa

Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík verður haldin í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 28. janúar 2017. Athöfnin hefst kl. 13:00.

 

6.1.2017 Nýnemadagur

Vorönn 2017

6. janúar er nýnemadagur vorannar 2017. Þá mæta nýir nemendur til að fræðast um nám í HR, fá leiðsögn um húsið, hitta formenn nemendafélaga o.fl. Það er mjög mikilvægt að nýnemar komi á nýnemadag til að vera undirbúnir þegar kennsla hefst.

 


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is