Afmörkun hafsvæða á tímum umhverfisbreytinga
Snjólaug Árnadóttir kynnir helstu niðurstöður doktorsritgerðar sinnar
Snjólaug Árnadóttir kynnir helstu niðurstöður doktorsritgerðar sinnar í stofu V102 í HR fimmtudaginn 18. janúar klukkan 12:00.
Nýlega varði Snjólaug doktorsritgerð í þjóðarétti við Edinborgarháskóla. Ritgerðin fjallar um tilkall ríkja til auðlinda í hafi og þær breytingar sem verða á umfangi þessara réttinda þegar strandlínur breytast, til dæmis vegna hækkunar sjávarmáls, landrofs, landriss, eldgosa og manngerðra breytinga. Réttindi strandríkja miðast við staðsetningu strandlengjunnar og ber strandríkjum því skylda til að aðlaga kröfur sínar að breyttum landfræðilegum aðstæðum - þetta er þó ekki algilt og hafa verið lagðar fram tillögur að breytingum á Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna til að festa réttindin í sessi. Fram til þessa hefur verið óljóst hvort gildandi reglur geri ráð fyrir að umhverfisbreytingar hafi áhrif á afmörkun hafsvæða milli aðlægra og mótlægra ríkja og hvort samningum megi rifta á grundvelli gjörbreyttra landfræðilegra aðstæðna.
Fundarstjóri er Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR.