Viðburðir eftir árum


Aftur til framtíðar

Hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni?

  • 4.3.2017, 13:00 - 14:00

Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Háskólinn í Reykjavík býður til stutts málþings á Háskóladaginn 4. mars þar sem sérfræðingar ræða vinnumarkaðinn, framtíðina og fjórðu iðnbyltinguna.

Málþingið verður í stofu V102 kl. 13-14. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá

13:00   Nýtum næstu iðnbyltingu sem tækifæri

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 

13:15   Eru íslensk fyrirtæki og stofnanir tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?

Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og formaður 

tækninefndar Vísinda- og tækniráðs

13:30 The Social Organism

Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, raðfrumkvöðull og fjárfestir
 

13:45   Framtíð starfa - sjónarhorn mannauðsstjóra

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri Háskólans í Reykjavík

 

Fundarstjóri: Yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar HR.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is