Aftur til framtíðar
Hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni?
Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Háskólinn í Reykjavík býður til stutts málþings á Háskóladaginn 4. mars þar sem sérfræðingar ræða vinnumarkaðinn, framtíðina og fjórðu iðnbyltinguna.
Málþingið verður í stofu V102 kl. 13-14. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá
13:00 Nýtum næstu iðnbyltingu sem tækifæri
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
13:15 Eru íslensk fyrirtæki og stofnanir tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?
Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs13:30 The Social Organism
Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, raðfrumkvöðull og fjárfestir
13:45 Framtíð starfa - sjónarhorn mannauðsstjóra
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri Háskólans í Reykjavík
Fundarstjóri: Yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar HR.