Viðburðir eftir árum


Alþjóðadagurinn í HR

Kynning á skiptinámi

  • 25.1.2018, 11:00 - 13:00

Háskólinn í Reykjavík heldur alþjóðadaginn hátíðlegan fimmtudaginn 25 janúar frá kl. 11:00 - 13:00. Markmiðið með alþjóðadeginum er að gefa nemendum HR tækifæri til að fá upplýsingar um skiptinám erlendis og önnur tækifæri á alþjóðlegum vettvangi. Að venju verða erlendu stúdentarnir í aðalhlutverki, elda mat frá sínum heimalöndum og verða til viðtals fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um samstarfsskóla HR.

HR nemendur sem hafa farið í skiptinám verða fulltrúar skrifstofu alþjóðaskipta og eru til viðtals fyrir áhugasama. Erlend sendiráð á Íslandi verða með kynningarbása og ýmis menningar- og menntunarsamtök taka þátt til að kynna tækifæri á alþjóðlegum vettvangi fyrir nemendur og starfsfólk HR. Við hvetjum alla til að taka þátt, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast erlendu nemendunum okkar.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is