Alþjóðadagurinn í HR
Kynning á skiptinámi
Háskólinn í Reykjavík heldur alþjóðadaginn hátíðlegan fimmtudaginn 25 janúar frá kl. 11:00 - 13:00. Markmiðið með alþjóðadeginum er að gefa nemendum HR tækifæri til að fá upplýsingar um skiptinám erlendis og önnur tækifæri á alþjóðlegum vettvangi. Að venju verða erlendu stúdentarnir í aðalhlutverki, elda mat frá sínum heimalöndum og verða til viðtals fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um samstarfsskóla HR.
HR nemendur sem hafa farið í skiptinám verða fulltrúar skrifstofu alþjóðaskipta og eru til viðtals fyrir áhugasama. Erlend sendiráð á Íslandi verða með kynningarbása og ýmis menningar- og menntunarsamtök taka þátt til að kynna tækifæri á alþjóðlegum vettvangi fyrir nemendur og starfsfólk HR. Við hvetjum alla til að taka þátt, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast erlendu nemendunum okkar.