Brautskráning
Háskólinn í Reykjavík brautskráir kandídata þann 22. júní
Athöfnin verður haldin í Eldborg í Hörpu og hefst kl. 13:00.
Nemendur sem eru að útskrifast mæta kl. 9:45. Þeir fá upplýsingar um dagskrá og sætaskipan í Hörpu sendar í tölvupósti. Hér má líka sjá hagnýtar upplýsingar fyrir útskriftarnemendur og gesti:
Hægt er að fylgjast með streymi frá athöfninni hér .
Dagskrá:
Setning: Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, forstöðumaður alþjóðaskrifstofu HR
Hátíðarávarp: Ragnhildur Ágústsdóttir, frumkvöðull og BSc í viðskiptafræði.
Ávarp útskriftarnema: Sindri Ingólfsson, BSc í tölvunarstærðfræði
Tónlistaratriði: Soffía Björg
Brautskráning
- Samfélagssvið: Dr. Ragnhildur Helgadóttir, sviðsforseti
- Tæknisvið: Dr. Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti
Afhending verðlauna: Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands
Lokaávarp: Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík