Viðburðir eftir árum


Mismunandi hlutverk stjórnarskráa

Constitutions – Poetry or Prose?

  • 20.10.2016, 14:00 - 17:00

Hvar: Háskólinn í Reykjavík, dómsalur (M103)

Hvenær: 20. október kl. 14-17 

Mismunandi hlutverk stjórnarskráa

Opin alþjóðleg ráðstefna um stjórnarskrárumbætur í ljósi mismunandi hlutverka stjórnarskráa verður haldin í dómsal Háskólans í Reykjavík nk. fimmtudag. Fyrirlesarar nálgast málefnið frá ólíkum og frumlegum útgangspunktum sem óvanalegir eru í íslenskri umræðu. Eftir hvern fyrirlestur munu framsögumenn leitast við að svara spurningunni um hvaðan lögmæti stjórnarskráa kemur í ljósi mismunandi áherslna.

Í lok fyrirlestra verður boðið upp á gagnvirkt samtal sem lögfræðingar frá Berkley háskóla lagadeild munu stýra.

Ráðstefnan er opin almenningi en jafnframt opin fræðafólki.

14:00-14:10 

  • Guðni Th. Jóhannesson – forseti Íslands setur ráðstefnuna.

14:15-14:45 

  • David Carrillo, Stephen Duvernay, Brandon Stracener - Berkeley Law Faculty – Samanburður stjórnskipunarréttar og reynslan í Kaliforníu.

 14:50- 15:10 

  • Arne Hintz - Cardiff University – Stafrænn ríkisborgararéttur og stjórnarskrárgerð.

15:15-15:45 

  • Alex Prichard frá University of Exeter, Ruth Kinna og Thomas Swan frá Loughborough University – Anarkismi og stjórnarskrár.

 15:45-16:00 

  • Kaffihlé

16:00-17:00 

  • Gagnvirkt samtal um stjórnarskrár og undirliggjandi hugmyndir.

Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir stundakennari við lagadeild HR.

Ráðstefnan er haldin á vegum lagadeildar HR í samstarfi við Stjórnarskrárfélagið. 


Í tengslum  við ráðstefnuna verður sýning á heimildarmyndinni Blueberry Soup í Bíó Paradís kl. 20. Myndin fjallar um gerð nýrrar íslenskrar stjórnarskrár. Umræður verða eftir myndina og er sýningin öllum opin og frítt inn.


  Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is