Viðburðir eftir árum


Dagur íslenskrar tungu í HR

  • 14.11.2014

Dagur íslenskrar tungu í HRDagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Frumgreinadeild HR minnist 50 ára afmælis deildarinnar með því að bjóða upp á dagskrá þann 14. nóvember n.k. kl. 14:00 – 15:30 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá

  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, flytur ávarp.
  • Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar: Horft um öxl
  • Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild HR: Máltækni er mikilvæg:

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað máltækni er og tekin nokkur dæmi um verkefni á sviði máltækni. Hin stutta saga máltækni á Íslandi verður rakin og sýnd dæmi um þau máltæknitól sem hafa verið þróuð fyrir íslensku. Að lokum verður fjallað um mikilvægi þess að máltækni njóti stuðnings stjórnvalda.


  • Tónlistaratriði: Sigrún Þorgeirsdóttir, Daníel Brandur Sigurgeirsson og Þorgils Björgvinsson, starfsmenn HR.
  • Sigurþór A. Heimisson, leikari og kennari í frumgreinadeild, flytur texta í tilefni dagsins.


Fundarstjóri: Anna S. Bragadóttir, kennari í frumgreinadeild.

Dagskráin er öllum opin.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is