Dagur íslenskrar tungu í HR
Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Frumgreinadeild HR minnist 50 ára afmælis deildarinnar með því að bjóða upp á dagskrá þann 14. nóvember n.k. kl. 14:00 – 15:30 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík.
Dagskrá
- Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, flytur ávarp.
- Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar: Horft um öxl
- Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræðideild HR: Máltækni er mikilvæg:
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað máltækni er og tekin nokkur dæmi um verkefni á sviði máltækni. Hin stutta saga máltækni á Íslandi verður rakin og sýnd dæmi um þau máltæknitól sem hafa verið þróuð fyrir íslensku. Að lokum verður fjallað um mikilvægi þess að máltækni njóti stuðnings stjórnvalda.
- Tónlistaratriði: Sigrún Þorgeirsdóttir, Daníel Brandur Sigurgeirsson og Þorgils Björgvinsson, starfsmenn HR.
- Sigurþór A. Heimisson, leikari og kennari í frumgreinadeild, flytur texta í tilefni dagsins.
Fundarstjóri: Anna S. Bragadóttir, kennari í frumgreinadeild.
Dagskráin er öllum opin.