Viðburðir eftir árum


Donald Trump - hvert stefnir?

Málfundur á vegum Lögréttu, félags laganema við HR

  • 15.2.2017, 17:00 - 18:00

Málfundur á vegum Lögréttu, félags laganema við HR.

Næsta miðvikudag (15. feb) verður málfundur hér, í Háskólanum í Reykjavík, um Donald Trump og hans stefnu. Málfundurinn fer fram klukkan 17:00 – 18:00, í stofu M103, og er opinn öllum.

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga til að fjalla um stefnu hans hvert á sinn hátt.

Claudie Ashonie Wilson, mannréttindalögfræðingur mun fjalla um flóttamannastefnu Trump í lagalegu tilliti.

Friðjón Friðjónsson, almannatengill, mun fjalla um hvort þetta muni „reddast“ og í raun hversu mikinn óskunda hann geti mögulega gert.

Að lokum mun Albert Jónsson sendiherra frá utanríkisráðuneytinu fjalla um hvaða áhrif stefna hans hefur á samskipti Íslands og Bandaríkjanna.

Dagskrá fundar:
17:00 – Fundur settur
17:05 – Claudie Ashonie Wilson - „Ameríka fyrst, flóttamenn svo“
17:20 – Friðjón Friðjónsson – „Trump: reddast þetta?“
17:35 – Albert Jónsson – „Ný stjórn í Washington – samskipti Íslands og Bandaríkjanna“
17:50 – Opnað fyrir spurningar

Allir velkomnir!



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is