Donald Trump - hvert stefnir?
Málfundur á vegum Lögréttu, félags laganema við HR
Málfundur á vegum Lögréttu, félags laganema við HR.
Næsta miðvikudag (15. feb) verður málfundur hér, í Háskólanum í Reykjavík, um Donald Trump og hans stefnu. Málfundurinn fer fram klukkan 17:00 – 18:00, í stofu M103, og er opinn öllum.
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga til að fjalla um stefnu hans hvert á sinn hátt.
Claudie Ashonie Wilson, mannréttindalögfræðingur mun fjalla um flóttamannastefnu Trump í lagalegu tilliti.
Friðjón Friðjónsson, almannatengill, mun fjalla um hvort þetta muni „reddast“ og í raun hversu mikinn óskunda hann geti mögulega gert.
Að lokum mun Albert Jónsson sendiherra frá utanríkisráðuneytinu fjalla um hvaða áhrif stefna hans hefur á samskipti Íslands og Bandaríkjanna.
Dagskrá fundar:
17:00 – Fundur settur
17:05 – Claudie Ashonie Wilson - „Ameríka fyrst, flóttamenn svo“
17:20 – Friðjón Friðjónsson – „Trump: reddast þetta?“
17:35 – Albert Jónsson – „Ný stjórn í Washington – samskipti Íslands og Bandaríkjanna“
17:50 – Opnað fyrir spurningar
Allir velkomnir!