EES í aldarfjórðung - neytendamál
Hverju hefur EES breytt fyrir neytendur? Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi fyrir 25 árum síðan. Hann hefur haft ómæld áhrif á íslenska löggjöf; réttindi og skyldur ríkis, fyrirtækja og einstaklinga - umgjörð alls samfélagsins.
Miðvikudaginn 17. apríl mun Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fjalla um þýðingu samningsins fyrir neytendamál - hverju hefur EES breytt fyrir netendur?
Fyrirlesturinn fer fram í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík kl. 12:10 - 12:45. Sendinefnd Evrópusambandsins, Neytendasamtökin og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR standa að viðburðinum. Fundarstjóri verður Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HR og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála.
- Stofa: M209
- Tími: 12:00 - 12:45
- Dagsetning: 17.4.19
Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum hér
Vinsamlegast athugið að á viðburðum í húsnæði Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR.Í húsnæði háskólans eru eftirlitsmyndavélar.