Viðburðir eftir árum


Efnahagsleg nálgun við úrlausn samkeppnismála.

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við LEX lögmannsstofu, stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

  • 22.1.2015, 12:00 - 13:00

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við LEX lögmannsstofu, stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Úrlausn samkeppnismála byggir á samspili lögfræðilegra og hagfræðilegra sjónarmiða.  Miklu skiptir að beiting samkeppnisreglna byggi á viðunandi hagfræðilegum grundvelli og að framkvæmd samkeppnislaga leiði ekki til neikvæðra áhrifa á samkeppni.

Á fundinum mun  Derek Ridyard, hagfræðingur og stofnandi RBB Economics í London, halda fyrirlestur um vaxandi vægi efnahagslegrar nálgunar við úrlausn samkeppnismála og hvernig hagfræðilegar rannsóknir geta skipt sköpum við beitingu samkeppnisreglna.

Eftir erindið mun gefast tækifæri á fyrirspurnum og umræðum.   

Fundarstjóri verður Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt  við lagadeild HR.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.

 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is