Efnahagsleg nálgun við úrlausn samkeppnismála.
Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við LEX lögmannsstofu, stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við LEX lögmannsstofu, stendur fyrir hádegisfundi fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Úrlausn samkeppnismála byggir á samspili lögfræðilegra og hagfræðilegra sjónarmiða. Miklu skiptir að beiting samkeppnisreglna byggi á viðunandi hagfræðilegum grundvelli og að framkvæmd samkeppnislaga leiði ekki til neikvæðra áhrifa á samkeppni.
Á fundinum mun Derek Ridyard, hagfræðingur og stofnandi RBB Economics í London, halda fyrirlestur um vaxandi vægi efnahagslegrar nálgunar við úrlausn samkeppnismála og hvernig hagfræðilegar rannsóknir geta skipt sköpum við beitingu samkeppnisreglna.
Eftir erindið mun gefast tækifæri á fyrirspurnum og umræðum.
Fundarstjóri verður Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild HR.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.