Viðburðir eftir árum


Efst á baugi: Peningaþvætti og skýrsla FATF um stöðuna á Íslandi

Málþing á vegum lagadeildar

  • 24.5.2018, 12:00 - 13:00, Háskólinn í Reykjavík

Í apríl birti Financial Action Task Force (FATF), sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, skýrslu um stöðuna hér á landi í þessum málaflokki.

Ljóst er að nauðsynlegt verður fyrir stjórnvöld að grípa til ýmissa aðgerða til að bregðast við athugasemdum skýrslunnar.

Til að ræða þetta málefni, bæði almennt og út frá athugasemdum skýrslunnar, boðar lagadeild Háskólans í Reykjavík til málþings fimmtudaginn 24. maí kl. 12:00 í stofu M103.

Frummælendur verða Katherine Nichols, sérfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris, og Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, sem situr jafnframt í stýrihópi um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Katherine mun fjalla almennt um peningaþvætti og Helga mun fjalla um umrædda skýrslu FATF og hvað aðgerða hefur og verður gripið til af hálfu stjórnvalda til að bregðast við athugasemdum skýrslunnar. Eftir erindi þeirra gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda.

Fundarstjóri verður Andri Fannar Bergþórsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is