Viðburðir eftir árum


Efst á baugi: skipan dómara

Jakob R. Möller og Haukur Örn Birgisson

  • 24.1.2018, 12:00 - 13:00

Umræður um skipan dómara hafa verið ofarlega á baugi upp á síðkastið. Til að ræða lagalega þætti þessa málefnis boðar lagadeild Háskólans í Reykjavík til málþings miðvikudaginn 24. janúar kl. 12:00 í stofu V101. 

Frummælendur verða lögmennirnir Jakob R. Möller og Haukur Örn Birgisson. Jakob mun fjalla um sjálfstæði dómstóla og vald ráðherra til að skipa dómara á meðan Haukur mun fjalla um hver velji í raun dómarana.  Eftir erindi þeirra gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda. 

Fundarstjóri verður Eiríkur Elís Þorláksson dósent við lagadeild HR.

Viðburðinum verður streymt á vefslóðinni https://livestream.com/ru/skipandomara2018



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is