Efst á baugi: skipan dómara
Jakob R. Möller og Haukur Örn Birgisson
Umræður um skipan dómara hafa verið ofarlega á baugi upp á síðkastið. Til að ræða lagalega þætti þessa málefnis boðar lagadeild Háskólans í Reykjavík til málþings miðvikudaginn 24. janúar kl. 12:00 í stofu V101.
Frummælendur verða lögmennirnir Jakob R. Möller og Haukur Örn Birgisson. Jakob mun fjalla um sjálfstæði dómstóla og vald ráðherra til að skipa dómara á meðan Haukur mun fjalla um hver velji í raun dómarana. Eftir erindi þeirra gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda.
Fundarstjóri verður Eiríkur Elís Þorláksson dósent við lagadeild HR.
Viðburðinum verður streymt á vefslóðinni https://livestream.com/ru/skipandomara2018