Endurgjaldslaus ráðgjöf við gerð skattframtala
Árlegur skattadagur Lögréttu
Lögfræðiþjónusta Lögréttu/Lögrétta Legal Aid, í samstarfi við KPMG, Arion banka og Háskólann í Reykjavík, býður einstaklingum endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala.
Þeir sem vilja nýta sér ráðgjöfina eru beðnir að hafa meðferðis:
- Aðgangsupplýsingar úr heimabanka
- Aðgangsupplýsingar að skattframtali á www.skattur.is
- Verktakamiða síðasta árs (ef við á)
Túlkar verða á staðnum sem geta aðstoðað við:
pólsku, rúmensku, spænsku, frönsku, filippseysku, makedónísku, bosnísku, króatísku og serbnesku.