Viðburðir eftir árum


Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?

  • 22.4.2015, 12:00 - 13:30

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um fullnustu refsinga í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík, miðvikudaginn 22. apríl nk. kl. 12.00-13.30.

 Frummælendur :

Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar mun fara yfir stöðu fangelsismála á Íslandi.

Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun en yfirskrift erindis hennar verður: Ný úrræði – skilvirkari fullnusta refsinga.

Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri Verndar en hann mun fjalla um fullnustuúrræði á vegum Verndar.

Á eftir erindum frummælenda verða almennar umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri er Sigurður Tómas Magnússon prófessor.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is