Fjölgaðu tækifærunum - lærðu Evrópurétt
Af hverju ættu íslenskir laganemar að leggja áherslu á Evrópurétt í námi sínu?
Lagadeildir háskólanna á Íslandi í samstarfi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), standa fyrir fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl. 14:00-14:30 í stofu M103 (dómsalnum).
Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA, fjallar um tækifæri sem felast í EES samningnum (nám, starfsnám og styrki) og um mikilvægi Evrópuréttarins í laganámi. Vikið verður að áhrifum EES-samningsins á daglegt líf Íslendinga og stöðu hans hér á landi í samanburði við aðrar EES þjóðir.
Helga mun jafnframt kynna nýja málflutningskeppni sem lagadeildir háskólanna bjóða upp á haustið 2016 þar sem nemendum gefst tækifæri á að spreyta sig í málflutningi um EES samninginn. Laganemar fá þar tækifæri til að læra af reyndum sérfræðingum á þessu sviði og hvernig á að undirbúa og flytja mál á ensku fyrir dómstólunum í Luxemborg. Þeir sem bera sigur úr býtum fá jafnframt tækifæri til að kynna sér stofnanir EES-samstarfsins í Brussel og dómstólanna í Luxemborg.