Viðburðir eftir árum


Fjölgaðu tækifærunum - lærðu Evrópurétt

Af hverju ættu íslenskir laganemar að leggja áherslu á Evrópurétt í námi sínu?

  • 10.2.2016, 14:00 - 14:30

 

Lagadeildir háskólanna á Íslandi í samstarfi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), standa fyrir fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl. 14:00-14:30 í stofu M103 (dómsalnum).

 

Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA, fjallar um tækifæri sem felast í EES samningnum  (nám, starfsnám og styrki) og um mikilvægi Evrópuréttarins í laganámi.  Vikið verður að áhrifum EES-samningsins á daglegt líf Íslendinga og stöðu hans hér á landi í samanburði við aðrar EES þjóðir.

 

Helga mun jafnframt kynna nýja málflutningskeppni sem lagadeildir háskólanna bjóða upp á haustið 2016 þar sem nemendum gefst tækifæri á að spreyta sig í málflutningi um EES samninginn. Laganemar fá þar tækifæri til að læra af reyndum sérfræðingum á þessu sviði og hvernig á að undirbúa og flytja mál á ensku fyrir dómstólunum í Luxemborg.  Þeir sem bera sigur úr býtum fá jafnframt tækifæri til að kynna sér stofnanir EES-samstarfsins í Brussel og dómstólanna í Luxemborg.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is