Viðburðir eftir árum


Framadagar AIESEC 2021

Framadagar fara fram á netinu 10.-11. febrúar

 • 10.2.2021 - 11.2.2021, 9:00 - 15:00

Ert þú að huga að næstu skrefum á vinnumarkaði?
Taktu þátt í Framadögum AIESEC til að kynnast vinnumarkaðnum á Íslandi og fá tækifæri að spjalla við fulltrúa 30 fyrirtækja og stofnana.

Framadagar eru árlegur viðburður þar sem háskólanemar fá tækifæri til að eiga samskipti við mannauðsfólk og fagfólk úr íslensku atvinnulífi og fræðast um íslenskan atvinnumarkað. Vegna Covid-19 fer viðburðurinn fram á netinu í ár.

Streymi Framadaga

Fimmtudagurinn 11. febrúar

Framadagar - fimmtudagurinn 11. febrúar

Miðvikudagurinn 10. febrúar

Framadagar 2021 - miðvikudagurinn 10. febrúar

Fyrirlestrar og stafræn ráðgjafarými

Þann 10. og 11. febrúar munu fulltrúar samstarfsfyrirtækja Framadaga flytja fyrirlestra á netinu um ýmis mál sem brenna á ungu fólki sem stefnir á vinnumarkaðinn. Einnig verður boðið upp á stafræn ráðgjafarými þar sem hægt er að ræða við fulltrúa fjölmargra fyrirtækja og stofnana um ráðningar og starfsmannamál og spyrja spurninga.

Dagskrá Framadaga
10. febrúar
 

 • 10:00 - 10:15 – Guðni Th Jóhannesson, Forseti Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík opna Framadaga 2021
 • 10:15 - 11:00 - Kynning á þeim fyrirtækjum sem verða á viðburðinum
 • 11:00 - 11:15 - RVK GreenBytes - Renata Bade
 • 11:15 - 11:45 - Landsnet - Að gera ráð fyrir óvissunni: Hvernig komumst við í gegnum 12 mánaða hættu- og neyðarstig
 • 11:45 - 12:15 - Ernst & Young - Ragnar O. Rafnsson
 • 12:15 - 14:00 - Ráðgjafarými - Opin samtöl og fyrirspurnir til fulltrúa fyrirtækjanna
 • 14:00 - 14:30 - NetApp - Jón Arnar Guðmundsson
 • 14:30 - 15:00 - Marel - Sveinn Kjarval og Elías Ingi Elíasson
 • 15:00 - 15:15 - Sidekickhealth og lokaorð dagsins


11. febrúar

 • 10:00 - 10:10 - Eva Dutary, forseti AIESEC International, opnar daginn
 • 10:10 - 10:55 - Kynning á þeim fyrirtækjum sem verða á viðburðinum
 • 10:55 - 11:15 - Háskólinn í Reykjavík - Er framtíðin þín? - Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður námsráðgjafar HR
 • 11:15 - 11:45 - Advania - Hraðstefnumót við ungt fólk hjá Advania sem miðlar sinni upplifun af upplýsingatæknigeiranum
 • 11:45 - 12:15 - ESA
 • 12:15 - 14:00 - Ráðgjafarými - Opin samtöl og fyrirspurnir til fulltrúa fyrirtækjanna
 • 14:00 - 14:30 - Reykjavíkurborg
 • 14:30 - 15:00 - Össur - Viltu vera hluti af Össurar liðinu? - Margrét Lára Friðriksdóttir
 • 15:00 - 15:15 - Lokaorð dagsins


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is