Viðburðir eftir árum


Framadagar

Gefur háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumar-, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.

  • 11.3.2022, 10:00 - 14:00

Hvert verður næsta skref í þínum starfsferli?

Framadagar verða haldnir næstkomandi föstudag 11. mars kl. 10 – 14 í Sólinni í HR. Þar gefst háskólanemum tækifæri á að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumar- og framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.

Á Framadögum munu yfir 50 ólík fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína og það sem er í boði á íslenskum vinnumarkaði. Viðburðurinn hefur skapað sér fastan sess í háskólalífinu og verið gríðarlega vinsæll meðal nemenda. Auk þess er hann góð leið fyrir fulltrúa fyrirtækja til að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn.

Á staðnum verður m.a. ljósmyndari sem býður nemendum að láta taka mynd af sér til að nýta á ferilskrá og atvinnuumsóknir. Á Framadögum verða einnig haldnir fyrirlestrar og vinnustofur. 

Dagskráin

  • 10:00 Opening of Framadagar 2022 by the President of Iceland, the President of Reykjavik University, and the President of AIESEC in Iceland
  • 11:00 M101 Fyrirlestur - Blue Lagoon - A moment of clarity: Pursuing a meaningful future by Fanney Þórisdóttir
  • 11:00 M105 - Vinnustofa – Almenni lífeyrissjóðurinn - The Importance of Financial Literacy by Hrannar Bragi Eyjólfsson
  • 12:15 M103 - Fyrirlestur - EY - Sustainability through innovation by Hólmfríður Árnadóttir
  • 12:15 M104 - Fyrirlestur - EFTA - The Skills of Tomorrow by Hendrik Jonnson
  • 13:15 M103 - Fyrirlestur - Reykjavíkurborg - Digital Transformation by Áslaug Eva Björnsdóttir
  • 13:15 M104 - Vinnustofa - Dale Carnegie - Presenting with Impact by Rebekka Rún Jóhannesdóttir


Skráning á fyrirlestra og vinnustofur




Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is