Framadagar
Gefur háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumar-, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.
Hvert verður næsta skref í þínum starfsferli?
Framadagar verða haldnir næstkomandi föstudag 11. mars kl. 10 – 14 í Sólinni í HR. Þar gefst háskólanemum tækifæri á að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumar- og framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.
Á Framadögum munu yfir 50 ólík fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína og það sem er í boði á íslenskum vinnumarkaði. Viðburðurinn hefur skapað sér fastan sess í háskólalífinu og verið gríðarlega vinsæll meðal nemenda. Auk þess er hann góð leið fyrir fulltrúa fyrirtækja til að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn.
Á staðnum verður m.a. ljósmyndari sem býður nemendum að láta taka mynd af sér til að nýta á ferilskrá og atvinnuumsóknir. Á Framadögum verða einnig haldnir fyrirlestrar og vinnustofur.
Dagskráin
- 10:00 Opening of Framadagar 2022 by the President of Iceland, the President of Reykjavik University, and the President of AIESEC in Iceland
- 11:00 M101 Fyrirlestur - Blue Lagoon - A moment of clarity: Pursuing a meaningful future by Fanney Þórisdóttir
- 11:00 M105 - Vinnustofa – Almenni lífeyrissjóðurinn - The Importance of Financial Literacy by Hrannar Bragi Eyjólfsson
- 12:15 M103 - Fyrirlestur - EY - Sustainability through innovation by Hólmfríður Árnadóttir
- 12:15 M104 - Fyrirlestur - EFTA - The Skills of Tomorrow by Hendrik Jonnson
- 13:15 M103 - Fyrirlestur - Reykjavíkurborg - Digital Transformation by Áslaug Eva Björnsdóttir
- 13:15 M104 - Vinnustofa - Dale Carnegie - Presenting with Impact by Rebekka Rún Jóhannesdóttir
Skráning á fyrirlestra og vinnustofur