Viðburðir eftir árum


Fullveldi í 99 ár

Ráðstefna til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, sextugum.

  • 22.9.2017, 13:00 - 16:30

Í tilefni af útgáfu afmælisrits til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, prófessor og fyrrverandi dómara við mannréttindadómstól Evrópu, standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst fyrir ráðstefnu föstudaginn 22. sept. næstkomandi um fullveldi frá sjónarhóli mismunandi fræðigreina.

Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal V-101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 13-16:30. Allir velkomnir.

Dagskrá

13.00 Setning  Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, ráðstefnustjóri og ritstjóri afmælisritsins

13.05 Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar

13.10 Alþjóðlegt sjónarhorn

  • „Saving the giant from its untimely death“ – Chibli Mallat, Professor of Law, University of Utah 
  • Sovereignties: A view from the EU – Alexandre Stutzmann, Director for Committees: External Policies European Parliament

13.30 Heimspeki, saga, menning og stjórnmál

  • Heimsborgarahugsjónin – Salvör Nordal umboðsmaður barna og dósent við sagnfræði- og heimspekideild HÍ 
  • Leiðin til fullveldis – Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild HÍ
  • „Ísland sé fyrir Íslendinga“ – Guðmundur Hálfdanarson prófessor við sagnfræði- og heimspekideild HÍ og forseti hugvísindasviðs
  • Fullveldi smáríkja – Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ
  • Tungan og fullveldið – Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

14.30 Kaffihlé

14.50  Lögfræði og hagfræði

  • Krónan og fullveldið – Ólafur Ísleifsson dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst
  • Stjórnarskrárákvæði um framsal ríkisvalds – Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ
  • Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? – Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ
  • Mannréttindadómstóllinn og fullveldið – Dóra Guðmundsdóttir sérfræðingur í Evrópurétti og aðjúnkt við lagadeild HÍ
  • Forgangur EES reglna: Hvað er að frétta af bókun 35? – Gunnar Þór Pétursson framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og prófessor við lagadeild HR
  • Fullveldið og heimskautarétturinn – Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við lagadeild HA

15.50   

  • Margeygt og margarma kvikvendi – Davíð Þór Björgvinsson

16.00 Umræður

16.30 Málþingi slitið



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is