Háskóladagurinn
28. febrúar kl. 12 - 16
Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 28. febrúar frá 12-16. Þar gefst þér kjörið tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi, frumgreinanámi og námi við Opna háskólann í HR.
Nemendur kynna margvísleg verkefni, haldnar eru kynningar á grunnnámi og meistaranámi og boðið verður upp á kynnisferðir um háskólann.
Börn og unglingar geta sótt örnámskeið í skapandi tækni. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi í Sólinni þar sem hægt er að skoða litla róbota, gervigreindarhorn, loftbíla, tölvutæting, sebrafiska, heilahreysti, kanna verðvitund, prófa nýja tölvuleiki og virða fyrir sér ýmis eðlisfræðiundur.
Kynningar á námi:
Stofa V101 - grunnnám |
Stofa M101 - grunnnám |
Stofa M103 - lögfræði |
Stofa M102 - meistaranám |
---|---|---|---|
13:00 Frumgreinanám | 13:00 Tölvunarfræði / hugbúnaðarverkfræði | |
13:00 Íþróttafræði |
13:30 Íþróttafræði | 13:30 Iðnfræði | 13:30 Tölvunarfræði | |
14:00 Viðskiptafræði | 14:00 Tæknifræði | |
14:00 MBA |
14:30 Sálfræði | 14:30 Verkfræði | 14:30 Lögfræði - grunnnám |
14:30 Viðskiptafræði |
15: 00 Hvað á ég að velja - ætti ég að taka áhugasviðspróf? | 15:00 Lögfræði - meistaranám |
15:00 Sálfræði | |
15:30 Verkfræði / ISE | |||
16:00 MPM |
Námskeið í Lego og töfrum vefhönnunar
Sköpum snilld saman!
Lego námskeið fyrir 6-12 ára börn verður í stofu V109. Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora o.f.l. og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel. Kl. 12:00, 13:30 og 15:00. Skráning í móttöku HR.
Þeir unglingar sem vilja fá létta kynningu á skapandi heimi vefhönnunar og þeim tækifærum sem felast í forritun og tækni býðst að taka þátt í opinni vinnustofu Skema og /sys/tra, félags kvenna við tölvunarfræðideild HR. Áherslan er á gerð hreyfimynda og einfaldra tölvuleikja auk kynningar á vefhönnun með HTML og CSS. Vinnustofan verður í Ú201 og það er nóg að mæta í stofuna, ekki er þörf á skráningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru á aldrinum 15-20 ára.
Dagskrá í Sólinni frá 12-16
12:00 Mennta- og menningarmálaráðherra setur Háskóladaginn. Kór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytur nýtt tónverk.
13:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara
13:30 Kynnisferð um HR
13:00-14:00 Kannaðu verðvitund þína
14:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara
14:00 Hljómsveitin Rökurró flytur tónlist
14:30 Kynnisferð um HR
15:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara
15:00 - 16:00 Verðlaunaafhending í tölvuleikjakeppninni Game Creator 2015 í stofu V102 og sýning á leikjum sem voru í keppninnni.
- Gestir geta kynnt sér spennandi rannsóknarverkefni nemenda eins og litlu róbótana Ollie, Dash og Dot, loftbíla, kafbát, sebrafiska og ýmis eðlisfræðiundur.
- Lögfræðiþjónusta Lögréttu verður á staðnum.
- Forvarnarverkefni gegn ölvunarakstri í samstarfi við Samgöngustofu með sérstökum ölvunargleraugum verður kynnt.
Á ferð og flugi?
Fríar rútuferðir verða á milli LHÍ, HÍ og HR. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð sitt í húsnæði HR í Nauthólsvík. Listaháskólinn verður einnig með fulltrúa í HR.
Listaháskólinn kynnir allar námsbrautir sínar í húsnæði skólans í Laugarnesi. Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskólinn Íslands kynna námsframboð sitt á Háskólatorgi HÍ.
Kynningar utan Reykjavíkur
- Höfn 10. mars kl. 10 - 12
- Egilsstaðir 11. mars kl. 11-13:30
- Akureyri 12. mars kl. 11 - 13:30
- Ísafjörður 16. mars kl. 11 - 13:30
- Selfoss 18. mars kl. 9:30 - 12
- Borgarnes 19. mars kl. 9:30 - 11
-
Grundarfjörður 19. mars kl. 13 - 14:30