Viðburðir eftir árum


Háskóladagurinn

28. febrúar kl. 12 - 16

 • 28.2.2015

Háskóladagurinn í HR

Vertu velkomin/n í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn 28. febrúar frá 12-16. Þar gefst þér kjörið tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur grunnnámi, meistaranámi, doktorsnámi, frumgreinanámi og námi við Opna háskólann í HR.

Nemendur kynna margvísleg verkefni, haldnar eru kynningar á grunnnámi og meistaranámi og boðið verður upp á kynnisferðir um háskólann. 

Börn og unglingar geta sótt örnámskeið í skapandi tækni. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi í Sólinni þar sem hægt er að skoða litla róbota, gervigreindarhorn, loftbíla, tölvutæting, sebrafiska, heilahreysti, kanna verðvitund, prófa nýja tölvuleiki og virða fyrir sér ýmis eðlisfræðiundur.

Kynningar á námi:

Stofa V101 - grunnnám
 Stofa M101 - grunnnám
Stofa M103 - lögfræði
Stofa M102 - meistaranám
 13:00 Frumgreinanám 13:00 Tölvunarfræði / hugbúnaðarverkfræði  
13:00 Íþróttafræði
 13:30 Íþróttafræði  13:30 Iðnfræði
13:30 Tölvunarfræði
 14:00 Viðskiptafræði  14:00 Tæknifræði  
14:00 MBA
 14:30 Sálfræði  14:30 Verkfræði 14:30 Lögfræði - grunnnám 
14:30 Viðskiptafræði
15: 00 Hvað á ég að velja - ætti ég að taka áhugasviðspróf?   15:00 Lögfræði - meistaranám
15:00 Sálfræði
      15:30 Verkfræði / ISE
      16:00 MPM

Námskeið í Lego og töfrum vefhönnunar

Sköpum snilld saman!

Lego námskeið fyrir 6-12 ára börn verður í stofu V109. Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora o.f.l. og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel. Kl. 12:00, 13:30 og 15:00. Skráning í móttöku HR.      

Þeir unglingar sem vilja fá létta kynningu á skapandi heimi vefhönnunar og þeim tækifærum sem felast í forritun og tækni býðst að taka þátt í opinni vinnustofu Skema og /sys/tra, félags kvenna við tölvunarfræðideild HR. Áherslan er á gerð hreyfimynda og einfaldra tölvuleikja auk kynningar á vefhönnun með HTML og CSS. Vinnustofan verður í Ú201 og það er nóg að mæta í stofuna, ekki er þörf á skráningu. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru á aldrinum 15-20 ára.

Dagskrá í Sólinni frá 12-16

12:00 Mennta- og menningarmálaráðherra setur Háskóladaginn. Kór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytur nýtt tónverk.

13:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara

13:30 Kynnisferð um HR    

13:00-14:00 Kannaðu verðvitund þína

14:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara

14:00 Hljómsveitin Rökurró flytur tónlist      

14:30 Kynnisferð um HR

15:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknarstofur í kjallara                                            

15:00 - 16:00 Verðlaunaafhending í tölvuleikjakeppninni Game Creator 2015 í stofu V102 og sýning á leikjum sem voru í keppninnni.


 • Gestir geta kynnt sér spennandi rannsóknarverkefni nemenda eins og litlu róbótana Ollie, Dash og Dot, loftbíla, kafbát, sebrafiska og ýmis eðlisfræðiundur.
 • Lögfræðiþjónusta Lögréttu verður á staðnum.
 • Forvarnarverkefni gegn ölvunarakstri í samstarfi við Samgöngustofu með sérstökum ölvunargleraugum verður kynnt.

Á ferð og flugi?

Fríar rútuferðir verða á milli LHÍ, HÍ og HR. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð sitt í húsnæði HR í Nauthólsvík. Listaháskólinn verður einnig með fulltrúa í HR.

Listaháskólinn kynnir allar námsbrautir sínar í húsnæði skólans í Laugarnesi. Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskólinn Íslands kynna námsframboð sitt á Háskólatorgi HÍ.

Kynningar utan Reykjavíkur

 • Höfn 10. mars kl. 10 - 12
 • Egilsstaðir 11. mars kl. 11-13:30
 • Akureyri 12. mars kl. 11 - 13:30
 • Ísafjörður 16. mars kl. 11 - 13:30
 • Selfoss 18. mars kl. 9:30 - 12
 • Borgarnes 19. mars kl. 9:30 - 11
 • Grundarfjörður 19. mars kl. 13 - 14:30

Vefur Háskóladagsins


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is