Viðburðir eftir árum


Háskóladagurinn

Kynntu þér framboð náms við Háskólann í Reykjavík

  • 4.3.2017

Háskóladagurinn í HR 2017Velkomin í Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn, laugardaginn 4. mars kl. 12-16!

Á Háskóladaginn gefst þér tækifæri til að kynna þér fjölbreytt námsframboð við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Þú getur prófað tíma í grunnnámi og farið á kynningu á meistaranámi. Boðið verður upp á leiðsögn um háskólabygginguna og rannsóknastofur í kjallara.

Þú getur sett upp sýndarveruleikagleraugu og séð hvort þú ert með fælni, sest í bílhermi og kannað viðbragðstíma þegar þú notar snjallsímann við akstur, gert efnafræðitilraun, prófað tölvuleiki sem nemendur hafa búið til á þremur vikum, keyrt um á loftknúnum bíl og mælt kasthraðann og golfsveifluna.

Skema býður yngstu kynslóðinni á skemmtilegt námskeið í Minecraft. Skráning í námskeiðið verður í móttöku. Útskrifuðum nemendum er boðið á ráðstefnuna Aftur til framtíðar - hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni? þar sem fjallað verður um störf framtíðarinnar. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Háskóladagurinn er haldinn á hverju ári. Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í HÍ, HR og LHÍ, Laugarnesvegi. Boðið er upp á ókeypis strætóferðir milli háskólanna.

Prófaðu tíma í grunnnámi - dagskrá

Tími Stofa V101 Stofa M101 Stofur V201 og M103
13:00 Hagfræði Tölvunarstærðfræði / hugbúnaðarverkfræði  Frumgreinanám - V201
13:30 Viðskiptafræði Hátækni-, véla- og heilbrigðisverkfræði Iðnfræði / byggingafræði – V201
14:00 Íþróttafræði Fjármála- og rekstrarverkfræði Lögfræði – M103
14:30 Sálfræði Tæknifræði Tölvunarfræði – V201

Kynningar á meistaranámi - dagskrá

Tími Stofa M102 Stofa M104 Stofur M103 og M105
13:30 Sálfræði Verkfræði MPM – M105
14:00 Íþróttafræði Tölvunarfræði MBA – M105
14:30 Viðskiptafræði Íslenski orkuháskólinn Lögfræði – M103

Aftur til framtíðar - hvert verður mitt hlutverk í fjórðu iðnbyltingunni?

Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Hvernig verða störf framtíðarinnar? Er hægt að undirbúa sig fyrir störf sem eru ekki til í dag? Stofu V102 kl. 13-14.

Dagskrá

13:00   Nýtum næstu iðnbyltingu sem tækifæri

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 

13:15   Eru íslensk fyrirtæki og stofnanir tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?

Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs

13:30   The Social Organism

Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, raðfrumkvöðull og fjárfestir

13:45   Framtíð starfa - sjónarhorn mannauðsstjóra

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri Háskólans í Reykjavík

Fundarstjóri: Yngvi Björnsson, forseti tölvunarfræðideildar HR.

Námskeið hjá Skema

Skema býður yngstu kynslóðinni á skemmtilegt námskeið í Minecraft.

Námskeiðin eru haldin í tölvustofu í Úranus, U201, 2. hæð.

Skráning í námskeiðin eru í móttöku á 1. hæð.

Kynnisferðir um háskólabygginguna og rannsóknarstofur í kjallara

13:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknastofur í kjallara

13:30 Kynnisferð um HR    

14:30 Kynnisferð um HR

15:00 Leiðsögumaður fer með gesti í rannsóknastofur í kjallara                                           

Yfirlit yfir nám við Háskólann í Reykjavík

Akademískar deildir HR eru fjórar: tækni- og verkfræðideildtölvunarfræðideildviðskiptadeild og lagadeild

Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. 

Við HR er einnig hægt að stunda eins árs frumgreinanám sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu.

Kynntu þér námið við HR:

 

 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is